Keppni um Ólympíugull í karla- og kvennaflokki var kláruð á sama deginum eftir að mælingar á sýklum og bakteríum komu vel út þann daginn. Það á aftur á móti enn eftir að klára keppni blandaðra liða og keppendur áttu að fá að æfa í Signu í dag.
E. Coli bakteríur
Þríþrautarfólkið fékk ekki að synda í aðdraganda þríþrautarkeppninnar í síðustu viku og sama er upp á tengingum núna. Þeim er bannað að synda í Signu í dag vegna þess E. Coli bakteríurnar eru yfir öllum velsæmismörkum í ánni.
Skipuleggjendur leikanna ákváðu því að festa æfingum og það er ekki líklegt að þríþrautarfólkið fái heldur að æfa í ánni á morgun. Keppnin á síðan að fara fram á mánudaginn.
Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að miklar rigningar síðustu tvær nætur hafi þýtt að áin er orðin svona óhrein á ný. NRK segir frá.
212 milljarðar króna
Frönsk yfirvöld eyddu 1,4 milljörðum evra, í kringum 212 milljörðum íslenskra króna, í það að hreinsa ánna en það hafði verið bannað að synda í Signu í hundrað ár fyrir það framtak..
Vandamálið er þegar mikil úrkoma verður í borginni því þá yfirfyllast bæði fráveitukerfið og skolpkerfið þannig að skolp og annar viðbjóður endar í Signu.