Tók þátt í mótmælum þrátt fyrir hótun Maduro um handtöku Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 13:58 María Corina Machado ávarpaði stuðningsfólk stjórnarandstöðunnar úr vörubíl á mótmælum í Caracas í gær. AP/Matias Delacroix Leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar tók þátt í fjöldamótmælum vegna umdeildra forsetakosninga í höfuðborginni Caracas þrátt fyrir að Nicolás Maduro forseti hafi hótað að láta handtaka hann. Opinberar tölur um úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir að fullu. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór í felur skömmu eftir að hún sakaði Maduro forseta um að hafa rangt við í kosningunum sem fóru fram á sunnudag. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi í raun unnið sigur. Maduro svaraði með því að hóta Machado og þeim sem taka þátt í mótmælum gegn stjórn hans og kosningaúrslitunum hörðum refsingum og handtöku. Yfirkjörstjórn landsins, sem er skipuð bandamönnum forsetans, segir hann hafa hlotið meira en helming atkvæða til forseta en hefur þráast við að birta ítarleg gögn um úrslitin. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að gagnsæi hafi skort í framkvæmd kosninganna. Boðaði frekari handtökur en jafnframt einingu og frið Machado, sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum, ávarpaði þúsundir manna sem komu saman í höfuðborginni í gær. Hún sagðist óttast um líf sitt og limi þegar hún fór í felur á þriðjudag. „Við höfum aldrei verið jafnsterk og nú,“ sagði Machado sem fullyrti að stjórn Maduro hefði aldrei staðið veikar. Hún væri rúin öllu lögmæti, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir henni. Að ávarpinu loknu var Machado hraðað burt á bifhjóli. Ekið var burt með Machado í flýti eftir að hún lauk máli sínu á mótmælunum. Stjórnvöld hafa hótað að handtaka hana fyrir að mótmæla kosningaúrslitunum.AP/Cristián Hernández Öryggissveitir stjórnar Maduro hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga í mótmælum eftir kosningarnar. Grímuklæddir menn brutust inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar, tóku þaðan skjöl og unnu skemmdarverk á föstudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Síðdegis í gær komu þúsundir stuðningsmanna Maduro saman við skrifstofu forsetans. Maduro ítrekaði hótanir sínar um að handtaka og fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga þegar hann ávarpaði mannfjöldann, þar á meðal González. Á sama tíma hvatti hann til friðar og sátta. „Það er pláss fyrir alla í Venesúela,“ sagði forsetinn. Segja González hafa fengið mun fleiri atkvæði en Maduro Enn er deilt um úrslit kosninganna fyrir viku. Stjórnarandstaðan birti fyrir helgi talningarblöð sem hún sagði fengin úr 79 prósent kosningavéla sem voru notaðar í kosningunum. Greining AP-fréttastofunnar á þeim, með fyrirvara um að þau séu ósvikin, bendir til þess að opinberar tölur kjörstjórnar séu vafasamar. Samkvæmt greiningunni hlaut González, sem er enn í felum, nærri hálfri milljón atkvæða fleiri en yfirvöld segja að Maduro hafi fengið. Tölur stjórnarandstöðunnar benda til þess að Maduro hafi fengið ríflega þremur milljónum atkvæði færri en þau sem kjörstjórn segir hann hafa fengið þegar 96 prósent atkvæða höfðu verið talin. Kjörstjórn hefur borið fyrir sig tölvuárás á kerfi sín á meðan fjöldi ríkja hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Caracas geri úrslit úr hverju kjördæmi fyrir sig opinberar líkt og gert hefur verið eftir fyrri kosningar. Á meðal þeirra eru bandalagsríki Maduro. Bandaríkjastjórn hefur sagt að yfirgnæfandi vísbendingar séu um að stjórnarandstaðan hafi farið með sigur af hólmi í kosningunum. Á móti nýtur Maduro stuðnings alræðisríkjanna Rússlands, Kína og Kúbu. Venesúela Tengdar fréttir Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42 Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór í felur skömmu eftir að hún sakaði Maduro forseta um að hafa rangt við í kosningunum sem fóru fram á sunnudag. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi í raun unnið sigur. Maduro svaraði með því að hóta Machado og þeim sem taka þátt í mótmælum gegn stjórn hans og kosningaúrslitunum hörðum refsingum og handtöku. Yfirkjörstjórn landsins, sem er skipuð bandamönnum forsetans, segir hann hafa hlotið meira en helming atkvæða til forseta en hefur þráast við að birta ítarleg gögn um úrslitin. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að gagnsæi hafi skort í framkvæmd kosninganna. Boðaði frekari handtökur en jafnframt einingu og frið Machado, sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum, ávarpaði þúsundir manna sem komu saman í höfuðborginni í gær. Hún sagðist óttast um líf sitt og limi þegar hún fór í felur á þriðjudag. „Við höfum aldrei verið jafnsterk og nú,“ sagði Machado sem fullyrti að stjórn Maduro hefði aldrei staðið veikar. Hún væri rúin öllu lögmæti, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir henni. Að ávarpinu loknu var Machado hraðað burt á bifhjóli. Ekið var burt með Machado í flýti eftir að hún lauk máli sínu á mótmælunum. Stjórnvöld hafa hótað að handtaka hana fyrir að mótmæla kosningaúrslitunum.AP/Cristián Hernández Öryggissveitir stjórnar Maduro hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga í mótmælum eftir kosningarnar. Grímuklæddir menn brutust inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar, tóku þaðan skjöl og unnu skemmdarverk á föstudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Síðdegis í gær komu þúsundir stuðningsmanna Maduro saman við skrifstofu forsetans. Maduro ítrekaði hótanir sínar um að handtaka og fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga þegar hann ávarpaði mannfjöldann, þar á meðal González. Á sama tíma hvatti hann til friðar og sátta. „Það er pláss fyrir alla í Venesúela,“ sagði forsetinn. Segja González hafa fengið mun fleiri atkvæði en Maduro Enn er deilt um úrslit kosninganna fyrir viku. Stjórnarandstaðan birti fyrir helgi talningarblöð sem hún sagði fengin úr 79 prósent kosningavéla sem voru notaðar í kosningunum. Greining AP-fréttastofunnar á þeim, með fyrirvara um að þau séu ósvikin, bendir til þess að opinberar tölur kjörstjórnar séu vafasamar. Samkvæmt greiningunni hlaut González, sem er enn í felum, nærri hálfri milljón atkvæða fleiri en yfirvöld segja að Maduro hafi fengið. Tölur stjórnarandstöðunnar benda til þess að Maduro hafi fengið ríflega þremur milljónum atkvæði færri en þau sem kjörstjórn segir hann hafa fengið þegar 96 prósent atkvæða höfðu verið talin. Kjörstjórn hefur borið fyrir sig tölvuárás á kerfi sín á meðan fjöldi ríkja hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Caracas geri úrslit úr hverju kjördæmi fyrir sig opinberar líkt og gert hefur verið eftir fyrri kosningar. Á meðal þeirra eru bandalagsríki Maduro. Bandaríkjastjórn hefur sagt að yfirgnæfandi vísbendingar séu um að stjórnarandstaðan hafi farið með sigur af hólmi í kosningunum. Á móti nýtur Maduro stuðnings alræðisríkjanna Rússlands, Kína og Kúbu.
Venesúela Tengdar fréttir Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42 Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36
Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42
Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42
Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45