Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 19:22 Robert F. Kennedy yngri. getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma. Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira