Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 10:29 Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hét stuðningsmönnum sínum því að fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga sem andæfa kosningaúrslitunum á laugardag. AP/Matias Delacroix Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa. Venesúela Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa.
Venesúela Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira