Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 13:56 Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Verslunarmannahelgin fór að öðru leyti vel fram, að sögn lögreglu. HILMAR FRIÐJÓNSSON Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Traustið við frostmark Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11
Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39