Mannúð Þorsteinn Siglaugsson skrifar 7. ágúst 2024 12:01 "There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
"There is a crack, a crack in everything. That's how the light gets in." Leonard Cohen, Anthem "Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér." Matt. 25:40 Fyrir fáeinum dögum réðist Ísraelsher á barnaskóla á Gaza og myrti á á fjórða tug kvenna og barna. Í skólanum höfðu þúsundir komið sér fyrir í von um að halda lífi, enda barnaskólar og spítalar ekki lögmæt skotmörk í stríði. En lögmæti flækist ekki fyrir innrásarliðinu sem ítrekað hefur lýst tiltekin svæði örugg fyrir almenna borgara og svo varpað á þau sprengjum fyrirvaralaust. Tilgangurinn er að vega hermenn andstæðinganna, sem stundum dyljast meðal almennra borgara, og engu skiptir hversu mörgum saklausum lífum er fórnað til þess. Tilgangurinn helgar meðalið og virka innihaldsefnið í því meðali er takmarkalaus heift. En blessunarlega þurfa ekki öll palestínsk börn að lifa í stöðugum ótta um líf sitt. Fáeinum hefur tekist að komast úr landi, sumum jafnvel alla leið til Íslands. Þar á meðal er Yazan, ellefu ára alvarlega veikur drengur. Hér hefur hann fengið aðhlynningu og þá læknishjálp sem honum er nauðsynleg. Hann er á "öruggu" svæði, í landi þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur og er virtur. Eða hvað? Nei, örugga svæðið er ekki öruggt eftir allt saman. Lögfesting Barnasáttmálans er þýðingarlaus, hún er orðin tóm. Drenginn á að senda úr landi, út í óvissuna, og samkvæmt nýjasta úrskurðinum eru ein helstu rökin gegn því að fylgja þekktu fordæmi í svipuðu máli einmitt þau að óvissa er um afdrif hans - hann á ekki vísan dauðdaga! Að baki liggur svo krafan um að hanga á þeirri heimild sem Dyflinnarreglugerðin veitir til að senda flóttafólk til baka til þess lands sem það ferðaðist í gegnum, sú heimild virðist túlkuð eins vítt og mögulegt er. Þegar horft er á þetta mál heildstætt er bersýnilegt að það snýst um siðferðilegt val, valið milli þess að sýna mannúð eða sýna ekki mannúð. En hvað er mannúð? Mannúð er að staldra við og rétta hungruðum betlara ölmusu - jafnvel þótt hann sé bara einn þúsundanna sem hungrar, að bjarga særðu dýri - vitandi að kvalafullur dauðdagi bíður hundruða annarra særðra dýra, að taka á móti veiku barni - einu af milljónum veikra barna. Mannúð snýst um undantekninguna, hún snýst um einstaklinginn. Mannúð snýst um að hafna þeirri kröfu að kröftunum eigi einungis að verja til að berjast fyrir draumaríkinu, draumaríki öreiganna, þjóðarinnar eða kynþáttarins - hinu fullkomna samfélagi. Mannúðin hafnar þeirri kenningu að fátækir geti sjálfum sér um kennt, að aðstoð við hina þurfandi trufli gangverk markaðarins eða hvetji til óábyrgrar hegðunar. Mannúð snýst líka stundum um að fylgja ekki lögum, að sjá í gegnum fingur sér, að láta sára þörf annarrar manneskju hafa forgang fram yfir blinda reglufestu. Hún snýst um að hafna þeirri hugmynd að undantekningin sé hættuleg. Mannúðin er nefnilega andstæða kröfunnar um fullkomleika. Hún er ófullkomleiki, hún er glufa, brestur, sprunga. Mannúðin er sprunga, en hún er sprungan sem hleypir birtunni inn, eins og segir í kvæði Leonards Cohen. Og meðan reglufestan nærist á hugleysinu krefst mannúðin hugrekkis til að taka ábyrgð sem manneskja. Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það bíður enginn tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið - andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn. Viljum við það? Eða höfum við hugrekki til að hafna miskunnarleysinu og sýna mannúð? Höfundur er ráðgjafi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun