„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2024 20:44 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, neyðist til að fara erfiðu leiðina því lið hans hefur ekki enn unnið heimaleik í Evrópukeppni í sumar. vísir / pawel „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Víkingar voru mun betri aðilinn frá upphafsmínútu en gáfu frá sér klaufalegt víti og lentu undir. Þeir jöfnuðu svo rétt áður en fyrri hálfleik lauk og voru sterkari en gestirnir allan seinni hálfleikinn en boltinn fór ekki aftur inn í markið. „Jöfnum leikinn og fengum alveg færi til að skora annað en það var svolítið langt á milli færa, við reyndum að þrýsta þeim neðar og neðar, en það tókst ekki.“ Vítaspyrnudómurinn var umdeildur „Þeir töluðu um það og Ingvar var mjög ósáttur að það hefði verið dæmt en það er lítið sem er hægt að breyta við það núna. Svekkjandi [ef þetta var ekki víti], því það er VAR til að sjá um svona mál, en ég er ekki búinn að sjá atvikið persónulega.“ Skiptingalausir í lokin Undir lok leiks lentu Víkingar í vandræðum, þeir voru þá búnir að nýta öll stopp til skiptinga og Ari Sigurpálsson fékk alvarlegan krampa í kálfann. „Það er erfitt núna, það eru margir leikmenn frá og ungir strákar á bekknum. Ari var ekkert búinn að gefa í skyn að það væri eitthvað í gangi, enda voru þetta bara krampar í raun og veru. Það eru þreyttar lappir úti á vellinum, sem gerir frammistöðuna kannski þeim mun merkilegri, mér fannst þetta góð frammistaða en heilt yfir auðvitað svekkjandi að ná ekki sigri til að fara með í farteskinu. En við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður, það er kannski bara Víkingsleiðin.“ Erfiða leiðin er Víkingsleiðin Víkingur sneri einmitt til baka í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli gegn Egnatia frá Albaníu. Staðan er ekki eins dræm núna, en hvað þarf að gera til að sækja sigur í næsta leik? „Ekki skora tíu mörk í hverri sókn, vera agaðir og gera það sama og úti í Albaníu. Reyna að spila okkar leik og ekki fara út í einhverja vitleysu. Það voru ákveðin mistök sem við gerðum í dag… en við þurfum bara að halda í okkar leik og muna að í Evrópukeppni þá eru ein mistök og þú ert úti,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira