Fær ekki hjólastólana sína vegna sumarleyfa Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:27 Hjólastóllinn sem um ræðir er til vinstri. Sigurður hefur flutt slíka stóla inn áður. Aðsendar Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Mobility.is segir það fráleitt að sumarfrí opinbers starfsfólks tefji afgreiðslu hjálpartækja fyrir fólk með fötlun. Hann hefur í tvo mánuði beðið eftir vöruskoðun á 14 rafhjólastólum og rafskutlum sem fyrirtæki hans flytur inn. „Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi. Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Tollurinn er búinn að vera með hjólastóla í vöruskoðun í 60 daga og svarar hvorki símtölum eða tölvupósti og þegar ég fer á staðinn til að fá svör þá er engin á staðnum til að svara spurningum,“ segir Sigurður í færslu á Facebook um málið í dag. Í samtali við fréttastofu segir Sigurður að hann sé búinn að reyna að hringja og senda tölvupóst nærri daglega í tvo mánuði. Fyrst hafi innflutningsfyrirtækið reynt að setja þrýsting á Tollinn en svo hafi hann tekið við þegar það hafi ekki sýnt neinn árangur. „Þetta er búið að vera í skoðun, sem þeir geta ekki sagt hver er, í 60 daga. Venjulega ganga hlutirnir þokkalega fyrir sig. Það getur alveg eitthvað komið upp, en ekkert þessu líkt.“ Rafhjólastóllinn sem ekki hefur verið afgreiddur úr tolli.Aðsend Honum hafi verið tjáð að málið sé hjá rannsóknardeild tollamála hjá Tollinum en segir að enginn þar svari tölvupósti þegar hann sendir. „Það fást engar skýringar því það svarar enginn símtölum eða tölvupósti. Það er eins og maður sé að senda í eitthvað svarthol. Þegar ég fór á staðinn var mér svo sagt að senda tölvupóst til að biðja um fund. En það svarar enginn. Yfirmenn eru svo allir í fríi. Þetta er alveg galið,“ segir Sigurður. Sumarfrí tefur afgreiðslu Þegar hann hafi farið í morgun hafi hann svo hitt konu sem hafi tjáð honum að sá sem sæi um málið væri í sumarfríi en að hún ætlaði að þrýsta á hann á mánudag. Hann segir tækin sem um ræðir ekki ný og hann hafi áður flutt þau inn. Auk þess hafi Lyfjastofnun gefið grænt ljós á innflutninginn en þau sjá um eftirlit með hjálpartækjum á Íslandi. „Það eru allir pappírar klárir og þau eru löngu búin að gefa grænt ljós hjá Lyfjastofnun,“ segir Sigurður en stofnunin fer með eftirlit með hjálpartækjum. Leiðinlegt að vera ekki með svör Hann segist daglega fá símtöl frá fólkinu sem pantaði stólana og skutlurnar. „Fólkið pantaði þessa stóla og við getum ekkert sagt nema að þeir séu fastir í Tollinum. Fólk ætlaði að taka þá með sér í sumarfrí og ferðalög og treystir á að fá þessi hjálpartæki. En einu svörin sem við getum gefið eru að Tollurinn sé að skoða málið og hafi verið að gera það í tvo mánuði. Það á ekki að vera þannig að þegar ein manneskja fer í frí þá bara deyi mál. Það hljóta aðrir að geta tekið við. Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við fatlað fólk. Maður er búinn að vera þolinmóður en einhvern tímann þrýtur þolinmæðin.“ Engin svör vegna sumarfría Fréttastofa leitaði eftir svörum vegna málsins til Skattsins en fékk ekki svör. Samkvæmt svörum er fjölmiðlafulltrúi í sumarfríi.
Málefni fatlaðs fólks Skattar og tollar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent