Kilichev var að fagna gullverðlaunum landa síns, Hasanboy Dusmatov, en fagnaðarlætin tóku algjöra u-beygju þegar Kilichev fór skyndilega í hjartastopp.
Læknateymi Bretlands var einnig í salnum og þeir Robbie Lillis, læknir, og Harj Singh, sjúkraþjálfari, þustu á vettvang. Harj hóf þegar í stað skyndihjálp og hjartahnoð og skömmu síðar gaf Lillis honum stuð með hjartastuðtæki.
👏 Real Olympic heroes, Robbie Lillis and Harj Singh!
— Seb Sternik (@seb_sternik) August 10, 2024
Boxing coach Tulkin Kilichev suffered a cardiac arrest on Thursday evening
Team GB's staff immediately came to his aid, with Singh performing CPR and Lillis using a defibrillator pic.twitter.com/Hd81PNmwwu
Kilichev var fluttur á sjúkrahús eftir að hann kom aftur til meðvitundar og er líðan hans stöðug. Hann er ekki fyrsti þjálfarinn sem lendir í því að fá hjartastopp á Ólympíuleikunum í ár og raunar ekki fyrsti hnefaleikaþjálfarinn en til allrar hamingju var læknateymi á staðnum að þessu sinni sem brást við nánast samstundis.