Björgvin Karl endaði sextándi á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 06:30 Björgvin Karl Guðmundsson var með á elleftu heimsleikunum í röð. @bk_gudmundsson Bandaríkjamaðurinn James Sprague og ástralska konan Tia-Clair Toomey urðu um helgina heimsmeistarar í CrossFit. Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Heimsleikarnir í ár fóru fram í skugga þess að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu greininni á fimmtudaginn. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram keppni og þar á meðal voru báðir heimsmeistararnir frá því í fyrra, Laura Horvath og Jeffrey Adler. Ísland átti einn keppenda í mótinu og það var Björgvin Karl Guðmundsson. Björgvin Karl endaði í sextánda sæti á mótinu í ár en hann hækkað sig um nokkur sæti í lokin með því að ná öðru sætinu í lokagreininni. Björgvin setti met með því að taka þátt í elleftu heimsleikunum í röð. Hann hefur þó ekki verið neðar síðan á fyrstu heimsleikum sínum árið 2014. Toomey kom til baka eftir barneignarfrí og varð heimsmeistari í sjöunda sinn. Hún vann í sex ár í röð frá 2017 til 2022. Sigur Toomey var mjög sannfærandi eins og svo oft áður. Pólverjinn Gabi Migala varð önnur en 151 stigi á eftir henni. Þriðja varð síðan Emily Rolfe frá Kanada. James Sprague er aðeins 22 ára gamall og var að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Hann varð í 25. sæti í fyrra sem voru hans fyrstu heimsleikar í fullorðinsflokki. Kanadamaðurinn Brent Fikowski, sem hefur verið lengi við toppinn en aldrei orðið heimsmeistari, var með sextíu stiga forskot eftir átta greinar. Fikowski gaf eftir í lokin og endaði í þriðja sæti. Dallin Pepper varð annar. Mayhem Thunder vann liðakeppnina en í liðinu voru Íslandsvinurinn Khan Porter en líka Kara Saunders, James Newbury og Emily de Rooy. Kara hefur verið lengi við toppinn í einstaklingskeppninni en hafði aldrei orðið heimsmeistari. Það tókst nú hjá henni í liðakeppninni. Þetta er líka besti árangur liðs frá Eyjaálfu á heimsleikunum en besti árangurinn fyrir þetta ár var sjötta sæti. Porter var í liði CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur en það lið náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2022. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira