Bóndinn og snákurinn Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. ágúst 2024 06:33 Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun