Maðurinn sem var íbúi í húsinu var einn í íbúðinni á neðri hæð en íbúar á öðrum hæðum komust út af sjálfsdáðum. Slökkviliði barst útkall um eld í húsnæðinu um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni. Hann var fljótlega fluttur á sjúkrahús.
Reyndu lífsbjörgun
„Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku,“ sagði Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í morgun. Mikill og þykkur reykur hafi verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst.
Grímur segir í samtali við fréttastofu að eldsvoðinn og eldsupptök séu enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Ekki væri hægt að upplýsa um stöðu hennar að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.