Braut olnbogann á lokahátíð Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 10:31 Gregorio Paltrinieri með silfurverðlaunin sem hann vann í 1500 metra skriðsundi á leikunum í París. Getty/Mondadori Portfolio Ítalski sundmaðurinn Gregorio Paltrinieri vann tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í París en leikarnir enduðu þó ekki nógu vel fyrir kappann. Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Fyrir suma keppendur þá var lokahátíðin nefnilega hættulegri en þeir bjuggust örugglega við. Paltrinieri var fánaberi Ítala á lokahátíðinni eftir að hafa unnið silfurverðlaun í 1500 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 800 metra skriðsundi. La Gazzetta dello Sport segir frá óhappi Paltrinieri á lokahátíðinni. Hann braut nefnilega vinstri olnbogann á kvöldinu þegar íþróttafólkið kvaddi leikana. „Ég braut olnbogann á kvöldi lokahátíðarinnar en ekki þó þegar ég var að veifa fánanum,“ sagði Paltrinieri. „Það var mjög gaman að vera fánaberi. Ég er búinn að fara í aðgerð og sný fljótt til baka,“ sagði Paltrinieri. Hann birti mynd af sér í sjúkrarúminu með olnbogann í fatla. Paltrinieri er 29 ára gamall en hefur nú unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 1500 metra skriðsundi á leikunum í Ríó 2016. Hann er líka nífaldur heimsmeistari þar af sex sinnum í 1500 metra skriðsundinu, þrisvar í 50 metra laug og þrisvar í 25 metra laug. Það fylgir því greinilega einhver óheppni að vera fánaberi Ítala á Ólympíuleikum því frægt varð þegar hástökkvarinn Gianmarco Tamberi missti giftingarhringinn sinn í Signu á setningarhátíðinni. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira