Vill afsökunarbeiðni vegna dómaramistaka sem kostuðu hana gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 11:30 Amber Rutter með silfurmedalíuna og soninn Tommy við heimkomuna frá París. getty/Leon Neal Breska skyttan Amber Rutter vill fá afsökunarbeiðni vegna dómaramistakanna sem urðu til þess að hún vann ekki gullið í haglabyssuskotfimi (e. skeet) á Ólympíuleikunum í París. Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Rutter mætti Franciscu Crovetto Chadid frá Síle í bráðabana í úrslitum í haglabyssuskotfiminni. Þær voru jafnar eftir þrjár umferðir en í þeirri fjórðu mátu dómararnir ranglega að skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Ekki er notast við myndbandsupptökur í haglabyssuskotfimi og dómararnir stóðu við ákvörðun sína þegar Rutter mótmælti. Chadid hitti svo úr síðustu tveimur skotum sínum og tryggði sér gullið. „Þúsundum athugasemda og mynda, sem sýna augljóslega að ég hitti úr lokaskoti mínu í bráðabananum í úrslitaleiknum, hefur verið deilt. Mér finnst ég skulda ekki bara sjálfum mér heldur öllu skotsamfélaginu að benda á og taka þetta fyrir,“ skrifaði Rutter á Instagram. „Allt íþróttafólk, sérstaklega á Ólympíuleikunum, á skilið að keppa á sanngjörnum grundvelli. Við erum á hæsta getustigi og svona mistök eiga að mínu mati ekki að geta átt sér stað.“ Rutter sagðist ekki búast við því að mikið yrði gert í málinu og hún væri ekki að leitast eftir því. En hún kallaði eftir því að einhverjir myndu taka ábyrgð og hún fengi afsökunarbeiðni vegna mistakanna sem urðu til þess að hún missti af tækifærinu á því að vinna Ólympíugull. Rutter keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún endaði í 6. sæti. Hún átti að keppa í Tókýó fyrir þremur árum en greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japan og ekkert varð af þátttöku hennar þar. Rutter keppti svo í annað sinn á leikunum í París og vann silfrið, þremur mánuðum eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún er fyrsta breska konan sem vinnur til verðlauna í haglabyssuskotfimi.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira