Heilsugæslan skipuleggur sýnatökur vegna e. coli mengunar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 10:13 Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að e. coli hafi verið staðfest, í litlu magni, í vatnssýnum frá Rangárvöllum. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna mögulegar mengunar af völdum e. coli í neysluvatni á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að e. coli hafi verið staðfest, í litlu magni, í vatnssýnum frá Rangárvöllum. Þann 7. ágúst var tilkynnt um einstaklingar sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun (MAST) hafa síðustu daga rannsakað mögulega hópsýkingu vegna mengunarinnar. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Í nýrri tilkynningu frá embætti sóttvarnalæknis kemur fram að nokkur fjöldi fólks hafi verið á ferðalagi um svæðið á þessum tíma en að uppruni og orsök veikindanna hafa ekki verið staðfest. Upplýsingasöfnun var skipulögð með það að markmiði að kortleggja umfang málsins, þar með talið fjölda og ferðir þeirra sem veiktust. Heilsugæslan skipuleggur sýnatökur frá einstaklingum sem tengjast málinu. Fóru samdægurs í heimsókn Í tilkynningu frá sóttvarnalæknis segir að um leið og tilkynningin barst þann 7. ágúst hafi heilbrigðiseftirlit Suðurlands farið í eftirlitsheimsókn og tekið vatnssýni til rannsókna. „Fyrstu niðurstöður lágu fyrir föstudaginn 9. ágúst og bentu til E. coli mengunar í vatni. Í kjölfarið fengu staðarhaldarar tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að upplýsa gesti um mögulega mengun. Næsta dag barst staðfesting þess að E. coli hafi greinst í vatnssýnum en þó í litlu magni. Þessar niðurstöður benda til mögulegrar mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kallar á frekari rannsóknir og aðgerðir,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis en embættið, auk MAST, fengu tilkynningu um málið á mánudaginn, 12. ágúst. Þriðjudaginn 13. ágúst, í gær, var svo boðað til fundar stýrihóps í samræmi við verklag við rannsóknir á vatns- eða matarbornum hópsýkingum. Á þeim fundi voru fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Matvælastofnunar, sóttvarnalæknis, umdæmis-/svæðislæknar Suðurlands og sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Rangárþing ytra Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þann 7. ágúst var tilkynnt um einstaklingar sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun (MAST) hafa síðustu daga rannsakað mögulega hópsýkingu vegna mengunarinnar. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Í nýrri tilkynningu frá embætti sóttvarnalæknis kemur fram að nokkur fjöldi fólks hafi verið á ferðalagi um svæðið á þessum tíma en að uppruni og orsök veikindanna hafa ekki verið staðfest. Upplýsingasöfnun var skipulögð með það að markmiði að kortleggja umfang málsins, þar með talið fjölda og ferðir þeirra sem veiktust. Heilsugæslan skipuleggur sýnatökur frá einstaklingum sem tengjast málinu. Fóru samdægurs í heimsókn Í tilkynningu frá sóttvarnalæknis segir að um leið og tilkynningin barst þann 7. ágúst hafi heilbrigðiseftirlit Suðurlands farið í eftirlitsheimsókn og tekið vatnssýni til rannsókna. „Fyrstu niðurstöður lágu fyrir föstudaginn 9. ágúst og bentu til E. coli mengunar í vatni. Í kjölfarið fengu staðarhaldarar tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að upplýsa gesti um mögulega mengun. Næsta dag barst staðfesting þess að E. coli hafi greinst í vatnssýnum en þó í litlu magni. Þessar niðurstöður benda til mögulegrar mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kallar á frekari rannsóknir og aðgerðir,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis en embættið, auk MAST, fengu tilkynningu um málið á mánudaginn, 12. ágúst. Þriðjudaginn 13. ágúst, í gær, var svo boðað til fundar stýrihóps í samræmi við verklag við rannsóknir á vatns- eða matarbornum hópsýkingum. Á þeim fundi voru fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Matvælastofnunar, sóttvarnalæknis, umdæmis-/svæðislæknar Suðurlands og sýkla- og veirufræðideildar Landspítala.
Rangárþing ytra Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira