Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 11:02 Fólkið á bak við PLAIO. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni. Vísindi Lyf Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni.
Vísindi Lyf Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira