Miðaldra á hjúkrunarheimili! Jóhanna Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:01 Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun