Orsök veikindanna enn á huldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:46 Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir þó að ekki sé búið að staðfesta að veikindin kringum Rjúpnavelli stafi af menguðu neysluvatni. Vísir/Berghildur Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“ Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira