Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 15:37 Mynd sem rússneska varnarmálaráðuneytið segir sýna rússneskt stórskotalið skjóta að úkraínskum hersveitum á ótilgreindum stað í dag. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Áhlaup Úkraínumanna inn í Kúrsk hófst á þriðjudag í síðustu viku en mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðinni og markmiðum hennar. Í fyrstu var talað um að í kringum þúsund úkraínskir hermenn tækju þátt í gagninnrásinni en nú telja hernaðarsérfræðingar að innrásarliðið gæti talið allt að tíu þúsund manns. Séu fullyrðingar Úkraínumanna um landvinninga sína í Rússlandi á rökum reistar hafa þeir náð jafnmiklu landsvæði í Rússlandi á rúmri viku og rússneski herinn hefur gert í Úkraínu á hálfu ári, samkvæmt útreikningum bandarísku hugveitunnar Stríðsrannsóknastofnunarinnar. Oleksandr Syrskíj, yfirmaður úkraínska hersins, fullyrti í dag að herinn hefði sótt um einn til tvo kílómetra fram í Kúrsk og tekið fleiri en hundrað rússneska hermenn til fanga. Volodýmýr Selenskíj forseti sagði að skipt yrði á þeim og úkraínskum stríðsföngum. Rússar hafa gert fjölda árása á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Úkraínumenn hafa sagst að á meðal markmiða aðgerðarinnar þar sé að fyrirbyggja slíkar árásir. Í því skyni sagði Syrskíj herforingi að hermenn sínir hefðu grandað Su-34-orrustuþotu sem Rússar hafa notað til þess að varpa svonefndum svifsprengjum á úkraínska hermenn. Rússneska ríkissjónvarpið fullyrðir aftur á móti að herinn sé að snúa taflinu við í Kúrsk og sýnir myndir af því sem það segir vel heppanaðar árásir á úkraínska herliðið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn segja að hersveitirnar í Kúrsk ætli að leyfa brottflutning óbreyttra borgara þaðan og heimila alþjóðlegum mannúðarsamtökum að veita aðstoð þar. Séð neðan úr rússneskri Su-34 sprengjuflugvél af þeirri gerð sem Úkraínumenn segjast hafa grandað í drónaárás á herstöð í Rússlandi. Árásir á rússneska flugvelli í nótt segja þeir þá stærstu frá því að Rússar hófu stríðið í febrúar 2022.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Enn ekki náð vopnum sínum Þrátt fyrir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi heitið því að stökkva innrásarliðinu á flótta telja sérfræðingar að rússneski herinn hafi ekki enn náð vopnum sínum. Innrásin kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að aðgerð Úkraínumanna í Kúrsk hefði skapað raunverulega úlfakreppu fyrir Pútín. Hann vildi ekki tjá sig frekar um aðgerðina á meðan hún er enn í gangi. Bandaríkjastjórn hefur sagt að notkun Úkraínumanna á bandarískum vopnum og búnaði til þess að ráðast inn í Rússland sé réttlætanleg í sjálfsvarnarskyni. Í svipaðan streng hafa þýsk stjórnvöld tekið og í dag sagði Baiba Braze, utanríkisráðherra Lettlands, að Úkraínumenn hefðu fullan rétt á að nota vopn frá Atlantshafsbandalaginu. Rétturinn til sjálfsvarnar nái einnig til gagnárása. Stuðningurinn dvínað frá því fólk byrjaði að finna fyrir stríðinu sjálft Stjórnvöld í Kreml standa nú frammi fyrir vali á milli þess að halda hernaði sínum í Úkraínu áfram af sama krafti eða færa herdeildir aftur yfir landamærin til þess að verja landamærahéröð sín. Það gæti teflt nýlegum árangri þeirra í austanverðri Úkraínu í tvísýnu. Hátt í tvö hundruð þúsund manns hafa flúið heimili sín í Rússlandi vegna innrásar Úkraínumanna. Í Belgorod, þar sem neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir, segir kona við AP-fréttastofuna að stuðningur íbúa við stríðið í Úkraínu hafi dvínað eftir að stríðið barst skyndilega í túnfótinn til þeirra. „Þegar sprengingar hófust nærri borginni, þegar fólk var að deyja og þegar allt þetta byrjaði að gerast fyrir framan augun á okkur og þegar það hafði áhrif á fólk persónulega hætti það að minnsta kosti að styðja stríðið opinskátt,“ sagði konan sem vildi ekki láta nafns síns getið af öryggisástæðum. Ríkisstjóri Belgorod segir að íbúðarhús hafi skemmst í dróna- og sprengikúluárásum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 14. ágúst 2024 08:22
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. 13. ágúst 2024 15:49
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28