Tuttugu og fimm keppendur tókust á um titilinn eftirsótta og létu ljós sitt skína á sviðinu klæddar glitrandi kjólum og bleikum sundfatnaði í von um að heilla dómarana.
Dómnefndin í ár var skipuð fimm stórstjörnum þeim Friðrik Ómari Hjörleifssyni, tónlistarmanni, Örnu Ýr Jónsdóttur, fegurðardrottningu og hjúkrunarfræðinema, Guðmundi „Gummi Kíró“ Birki Pálmasyni, kírópraktor og áhrifavaldi, Gerði Huld Arinbjarnardóttur, viðskiptakonu og eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush og Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, fegurðardrottningu og athafnakona.
Kynnir kvöldins, skemmtistýran Eva Ruza, sá um að skemmta keppendum í sal og ekki síður áhorfendum heima fyrir en þetta er í níunda sinn sem Eva sér um að vera kynnir keppninnar.
Arnór Traustason ljósmyndari myndaði stúlkurnar fyrir keppni og á lokakvöldinu sjálfu.
































Horfa má á fleiri myndbrot á sjónvarpsvef Vísis og keppnina í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.