„Karakter að koma til baka“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:21 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/diego „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira