Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:29 Úkraínskir hermenn snúa aftur frá Rússlandi. AP/Evgeniy Maloletka Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru. Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru.
Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira