„Hann var ekki fallegur drengurinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2024 12:31 Arnar Gunnlaugsson segir að meiðsli Arons Elís séu ekki alvarleg, þrátt fyrir lýtið framan í honum. Vísir/Samsett Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út. Aron Elís kom Víkingum í forystu snemma leiks í gær þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. Við það fékk hann spark í andlitið frá leikmanni Flora og þurfti að bera hann af velli. Aron sneri aftur inn á völlinn um fimm mínútum síðar en þurfti svo að víkja um fyrri hálfleikinn miðjan. Víkingur birti mynd af Aroni á miðlum sínum eftir leik í gær þar sem Aron leit ekki vel út. „Ég sá hann í morgunmatnum fyrir hálftíma síðan og hann var ekki fallegur drengurinn. Hann var eiginlega heppinn að fá þetta ekki beint í augað á sér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Vísi í morgun. Meiðslin séu þó ekki alvarleg og eigi ekki að hafa áhrif á spiltíma Arons Elís í næstu leikjum. „Hann er farinn að bólgna allhressilega en líður vel. Það er ekkert annað og ekkert sem mun aftra honum í næstu leikjum held ég. Það sluppu allir mjög vel. Þeir komu allir óskaddaðir úr þessu,“ segir Arnar. Það eru góðar fréttir fyrir Víkinga sem hafa verið hrjáðir af meiðslum síðustu vikur. Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson eru frá og þeir Nikolaj Hansen, Erlingur Agnarsson og Jón Guðni Fjóluson gátu aðeins spilað hluta úr leik í gær. Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Aron Elís kom Víkingum í forystu snemma leiks í gær þegar hann skallaði boltann í markið af stuttu færi. Við það fékk hann spark í andlitið frá leikmanni Flora og þurfti að bera hann af velli. Aron sneri aftur inn á völlinn um fimm mínútum síðar en þurfti svo að víkja um fyrri hálfleikinn miðjan. Víkingur birti mynd af Aroni á miðlum sínum eftir leik í gær þar sem Aron leit ekki vel út. „Ég sá hann í morgunmatnum fyrir hálftíma síðan og hann var ekki fallegur drengurinn. Hann var eiginlega heppinn að fá þetta ekki beint í augað á sér,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Vísi í morgun. Meiðslin séu þó ekki alvarleg og eigi ekki að hafa áhrif á spiltíma Arons Elís í næstu leikjum. „Hann er farinn að bólgna allhressilega en líður vel. Það er ekkert annað og ekkert sem mun aftra honum í næstu leikjum held ég. Það sluppu allir mjög vel. Þeir komu allir óskaddaðir úr þessu,“ segir Arnar. Það eru góðar fréttir fyrir Víkinga sem hafa verið hrjáðir af meiðslum síðustu vikur. Pablo Punyed og Matthías Vilhjálmsson eru frá og þeir Nikolaj Hansen, Erlingur Agnarsson og Jón Guðni Fjóluson gátu aðeins spilað hluta úr leik í gær.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00 Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Hænuskrefi frá hálfum milljarði og gæfu fyrir íslenskan fótbolta Sigur Víkinga gegn Flora Tallinn í Eistlandi í gær var gríðarlega mikilvægur fyrir félagið og gæti einnig skipt sköpum fyrir önnur íslensk knattspyrnufélög. 16. ágúst 2024 07:00
Umfjöllun: Flora - Víkingur 1-2 | Valdimar frábær er Víkingur tryggði sig í umspilið Víkingur vann 2-1 sigur gegn Flora í Tallinn í dag og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í Víkinni endaði 1-1. 15. ágúst 2024 15:15