Sjáðu þegar dómarinn vísaði ljósmyndara Víkings af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2024 09:01 Frederikke Sökjær vísar ljósmyndaranum af velli. stöð 2 sport Sérstakt atvik kom upp í leik Víkings og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fyrradag. Dómari leiksins vísaði þá ljósmyndara á vegum Víkings af vellinum. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira