Meðal þess sem fram fer í dag er Ísdagur Kjörís þar sem fyrirtækið býður upp á alls kyns prufur af ís, margar hverjar mjög óvenjulegar.
Garðar Már Garðarsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir bílaröðina árlegan viðburð en viðmælandi Vísis hafði beðið í um hálftíma eftir því að komast niður Kambana.
„Það eru gríðarlega margir að koma úr höfuðborginni og beygja allir inn á Hveragerði og þá nær halinn bara alla leið upp Kambana.“
