Það voru ekki aðeins verðlaunahafarnir sem slógu í gegn þessar rúmu tvær vikur í París því sumir keppendur urðu að frægum „mímum“ á alnetinu.
Ógleymanleg frammistaða sumra var ekki nóg til að vinna gullið en þau tengdu samt við svo marga út um allan heim.
Svo má ekki gleyma því að sniðuga fólkið á samfélagsmiðlum var fljótt að breyta sumum þeirra í svokölluð „mím“ á netinu.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig nokkrir hafa nýtt sér þessar óvæntu stjörnur til að merkja hjá sér bílinn, útidyradyrnar og jafnvel klósettið.
Þar má sjá ástralska breikdansarann Raygun á rúðuþurrkunni, tyrkneska skotmanninn Yusuf Dikec á bílnum, suður-kóresku skotkonuna Kim Ye-ji í kringum gægjugatið á útidyrahurðinni og svo brasilíska brettakappann Gabriel Medina í klósettinu. Sjón er sögu ríkari.
Posting Olympic memes IRL #Raygun pic.twitter.com/uBe1PfS2PE
— Rudy Willingham (@RudyWillingham) August 13, 2024