Lýst var eftir Danielu þegar hún kom ekki til vinnu sinnar 12. ágúst síðastliðinn. Hún fannst síðan látin í íbúð sinni í Las Vegas fjórum dögum síðar.
Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber en lögreglan telur að hún hafi kafnað eftir að matur festist í koki hennar. Talið er að hún hafi látist 11. ágúst en hún fannst ekki fyrr en næstum því viku síðar.
Daniela er goðsögn í íþróttasögu Venesúela en hún keppti í hjólreiðum frá 1992 til 2012.
Hún fór meðal annars fimm sinnum á Ólympíuleika en náði þó aldrei að vinna til verðlauna. Ólympíuleikarnir hennar voru í Barcelona 1992, Atlanta 1996, Sydney 2000, Aþenu 2004 og London 2012.
Hún varð heimsbikarmeistari árið 2003 [UCI Track Cycling World Cup] og vann tvenn gullverðlaun á Ameríkuleikunun árið 2011 [Pan American Games]. Auk þess var hún mjög sigursæl í hjólreiðakeppnum í Mið- og Suður-Ameríku þessa tvo áratugi sem hún tók þátt í afreksíþróttum.
Daniela var líka mjög virk í pólitíkinni í heimalandi sínu, og varð á endanum gerð útlæg frá Venesúela árið 2016. Hún sótti í framhaldinu um pólitískt hæli í Bandaríkjunum.
Hún þurfti að byrja upp á nýtt í Bandaríkjunum, keyrði um tíma Uber í Miami og starfaði nú síðast sem þerna á hóteli í Las Vegas.
QLa Junta Directiva del COV lamenta la partida de Daniela Larreal
— Comité Olímpico Venezolano (@OfficialCOV) August 16, 2024
Con una destacada trayectoria en el ciclismo de pista logró representarnos con honor en cinco Juegos Olímpicos, acumular cuatro diplomas olímpicos y triunfos que siempre nos llenaron de mucho orgullo.#QEPD pic.twitter.com/YDJpv72X4D