Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 07:26 Chris Evert segir alþjóðatennissambandið vera að hylma yfir afbrot Jannik Sinner. getty / espn / fotojet Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann. Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann.
Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira