Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:48 Baráttan um Bandaríkin verða sýndir á Vísi fram að forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
„Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28