„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 12:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Leikurinn átti upprunalega að fara fram fyrir tveimur vikum síðan en aðstæður í Kórnum buðu ekki upp á það. Úr varð mikið mál og KR-ingar kröfðust 3-0 sigurs sökum þess að HK, sem framkvæmdaraðili leiks, gat ekki boðið upp á leikhæfan völl. Kæru KR hefur nú verið hafnað af bæði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sem og áfrýjunardómstóli sambandsins. Leikurinn fer því fram í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld. Óskar segir leikmenn og þjálfara ekki hafa látið málið trufla sig. „Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ segir Óskar. Þetta hefur engin áhrif haft á undirbúning? „Bara alls ekki, ekki á nokkurn hátt.“ Ástbjörn og Birgir snúa aftur KR-ingar töpuðu fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns sem aðalþjálfara fyrir Vestra í botnbaráttuslag á Ísafirði síðustu helgi. Þar fór Gyrðir Hrafn Guðbrandsson meiddur af velli í hálfleik og þurfti að leita á sjúkrahúsið á Ísafirði vegna ótta um fótbrot. Það fór betur en áhorfðist en hann er þó frá, líkt og þeir Stefán Árni Geirsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson, sem hafa verið frá að undanförnu, koma hins vegar inn í leikmannahóp KR í kvöld. „Staðan á hópnum er bara fín. Gyrðir er allur að koma til en er ekki klár. Það er eitthvað aðeins í Guðmund Andra og Stefán Árna. Annars eru allir klárir. ÁStbjörn er að verða klár og Birgir Steinn er að koma til baka eftir heilahristing. Þeir verða báðir í hóp í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Mikilvægt að ná í úrslit Eftir tap síðustu helgar, og sigur Fylkis á HK, jafnaðist staðan á botninum til muna. KR er með 18 stig í níunda sæti, Vestri með 17 í því tíunda, Fylkir fór upp í það ellefta með 16 stig en HK er með 14 á botninum. Engum dylst því mikilvægi leiks kvöldsins. „Hann er auðvitað mikilvægur fyrir tvær sakir. Ég hef sagt það áður og sagði eftir leikinn á móti Vestra að stóru leyti var sá leikur flottur af okkar hálfu. Margir mjög góðir hlutir sem við sáum þar og við þurfum að halda áfram að bæta okkur í því sem við erum að gera,“ segir Óskar Hrafn. „En það er ekkert hægt að draga fjöður yfir það að það er mikilvægt að ná í góð úrslit. En fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því sem við höfum stjórnað. Sem er frammistaðan okkar inni á vellinum, bæði með bolta og án hans,“ „Það verður það mikilvægasta. Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á úrslit og við höfum ekki stjórn á þeim öllum. Við höfum stjórn frammistöðunni og ég held að það sé það sem við þurfum að einblína á í þeim leikjum sem eftir eru,“ segir Óskar Hrafn. Leikur HK og KR er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla KR HK Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira