Teygjur Ólympíumeistarans ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 15:00 Rebeca Andrade með öll verðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í París. Getty/Michael Reaves Brasilíska fimleikakonan Rebeca Andrade var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þar sem hún vann til fernra verðlauna. Liðleiki er lífsnauðsynlegur fimleikakonum og það þýðir líka krefjandi teygjuæfingar. Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira