Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2024 10:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni. Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun stjórnar Eflingar sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í gær. Tilefnið er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Í ályktuninni segir að „einhliða og einstrengingslegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgu“ leggist með mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Segir að ef núverandi verðbólga sé vegna of mikillar neyslueftirspurnar, líkt og gengið sé út frá, þá séu það ekki þau tekjulægri og eignaminni sem beri ábyrgð á því, heldur þau sem efnameiri séu. „Samkvæmt könnun Vörðu frá sl. vori eiga um 41% almenns launafólks erfitt með að ná endum saman og um 55% verkafólks í Eflingu (sjá meðfylgjandi mynd). Þetta er ekki fólkið sem ber ábyrgð á verðbólguhvetjandi neyslu í landinu. Aðgerðir Seðlabankans eru því óréttlátar og ómarkvissar í meira lagi. Ófremdarástand í húsnæðismálum og miklar hækkanir á verði þjónustu og matvæla eru mikilvægustu orsakir núverandi verðbólgu. Aðgerðir Seðlabankans beinast ekki sérstaklega að þeim þáttum, heldur magna þá upp ef eitthvað er. Þess vegna hefur Seðlabankinn ekki náð nægilegum árangri við að lækka verðbólguna á undanförnum misserum. Stjórn Eflingar fordæmir þessa óréttlátu og ómarkvissu hagstjórn Seðlabankans og hvetur ríkisstjórnina til að koma að málum og beita öðrum úrræðum sem hafa meiri áhrif á hinar eiginlegu orsakir verðbólgunnar. Það mætti t.d. gera með því að hægja á þenslu í ferðaþjónustu og fleiri greinum og með því að draga niður þensluhvetjandi neyslu þeirra efnameiri. Þá blasir við þörfin á afgerandi inngripum á húsnæðismarkaði,“ segir í ályktuninni.
Stéttarfélög Fjármál heimilisins Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri. 22. ágúst 2024 08:18
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31