Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:00 Mikill viðbúnaður var vegna gíslatökunnar í IK-19 Surovikino fangelsinu í dag. Leyniskyttur þjóðvarðliðsins í Novograd skutu fjóra gíslatökumenn til bana. Vísir/EPA Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira