FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason er á radarnum hjá forráðamönnum Kristianstad samkvæmt Kristianstadbladet.Handbolti.is greindi frá.
Jóhannes gekk í raðir FH fyrir tveimur árum. Á síðasta tímabili varð hann Íslands- og deildarmeistari með liðinu.
Fyrrverandi samherji Jóhannesar úr FH, Einar Bragi Aðalsteinsson, gekk í raðir Kristianstad í sumar. Meðal annarra Íslendinga sem hafa leikið með félaginu má nefna Ólaf Guðmundsson, Teit Örn Einarsson, Arnar Frey Arnarsson og Gunnar Stein Jónsson.
Þrátt fyrir áhuga Kristianstad á Jóhannesi hafa engar viðræður átt sér stað milli félagsins og FH samkvæmt heimildum handbolta.is.
FH hefur titilvörn sína gegn Fram 5. september.