Markaðsvæðing og traust Reynir Böðvarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:30 Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun