Nordsjælland byrjaði leikinn af miklum og eftir hálftíma var liðið komið í 3-0. Og þannig var staðan í hálfleik.
FCK tók við sér í seinni hálfleik og Orri minnkaði muninn á 55. mínútu. Viktor Claesson skoraði svo annað mark gestanna frá Kaupmannahöfn á 78. mínútu en nær komust þeir ekki.
Orri hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er næstmarkahæstur í deildinni með fimm mörk. Auk þess hefur hann skorað tvö mörk í Sambandsdeild Evrópu. Orri er mjög eftirsóttur um þessar mundir og fjallað hefur verið um áhuga Real Sociedad á honum.
FCK er í 5. sæti dönsku deildarinnar með ellefu stig eftir sex leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Kilmarnock í umspili í sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn, 2-0.