Madrídingar gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Mallorca í fyrstu umferð tímabilsins og þurftu því að rétta úr kútnum í leik dagsins.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Federico Valverde heimamönnum yfir á 50. mínútu eftir undirbúning Rodrygo áður en Brahim Diaz tvöfaldaði forystu Madrídinga tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Það var svo brasilíska ungstyrnir Endrick sem gerði endanlega út um leikinn með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá áðurnefndum Brahim Diaz, aðeins tíu mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum.
Niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur Real Madrid sem nú er með fjögur stig eftir tvo leiki, einu stigi meira en Valladolid sem vann 1-0 sigur gegn Espanyol í fyrstu umferð.