Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 09:02 Björn Daníel Sverrisson hefur farið mikinn með FH að undanförnu. Vísir/Sigurjón Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira