Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2024 08:24 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, var í viðtali á Bylgjunni í morgun að ræða neyðarbirgðir heimila í kjölfar umræðu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. Þetta sagði Jóhann Friðrik í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar voru ræddar fréttir frá Danmörku um að Danir væru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Kom þar fram að um fjórar og hálf milljón Dana sem hafi náð átján ára aldri muni fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. „Nú hefur ekki verið gefin út nein tilskipun þessa efnis – svo ég viti – fyrir íslenskt samfélag, en ég verð að segja sjálfur að mér finnnst margt mjög lógískt á þessum lista. Að sýna einhverja fyrirhyggju,“ segir Jóhann Friðrik. Mælt með ýmsum búnaði Sérstöku krísuráði Neyðar- og almannavarnastofunar danska ríkisins var í sumar falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það sé af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kynni að skapa neyðarástand í landinu. Á listanum segir að mælt sé með því að vera með sjúkrakassa og joðtöflur fyrir fólk undir fjörutíu ára að aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti. Einnig er mælt með hreinlætisvörum, hitagjafa, hleðslubanka, rafhlöðum, vasaljós, greiðslukort og eftir atvikum reiðufé í mynt og seðlum og svo aðgang að útvarpi sem gengur fyrir rafhlöðum. Ekkert sérstaklega vel undirbúin Jóhann Friðrik segir þetta alls ekki vera neitt óskynsamlegt þó að ekki sé búið að hækka almannavarnastig í Danmörku. „Við erum með það hér að ef eitthvert slíkt kemur til þá auðvitað koma stjórnvöld til með að gefa út slíkar upplýsingar til almennings.“ Þannig að þér fyndist skynsamlegt að við sem höfum náð átján ára aldri fengjum svona bréf inn um lúguna, þó að ekki sé nein sérstök yfirvofandi ógn? „Nú hefur þetta ekki sérstaklega verið rætt í þjóðaröryggisráði og kann að vera að svipuð verkefni komi á okkar fjörur. Ég held bara að umræðan um þjóðaröryggi og öryggi almennt, hún kemur upp þegar eitthvað er í gangi og þá oft rekumst við á það að við séum ekkert sérstaklega vel undirbúin. Ég held að staðan sé þannig á Íslandi eins og í nágrannalöndunum líka. Við höfum í þjóðaröryggisráði, til að mynda, verið að taka saman upplýsingar og hafa verið gerðar skýrslur hér á landi um neyðarbirgðir. Í skýrslu frá 2020 kemur fram að heimilin í landinu eru ekki sérstaklega vel stödd hvað neyðarbirgðir varðar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við getum því alveg tekið þetta til okkar. Þó að ekki sé búið að fara sérstaklega yfir þetta á okkar vettvangi þá finnst mér þetta að mörgu leyti lógískt.“ Hlusta má á viðtalið við Jóhann Friðrik í heild sinni í spilaranum að neðan. 3dagar – verkefni Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi hefur um nokkurt skeið starfrækt verkefnið 3dagar þar sem heimili á landinu er hvött til að koma sér upp birgðum þannig að það geti verið sjálfu sér nægt í þrjá daga ef hamfarir og neyðarástand myndi dynja yfir. Þar hefur einnig verið tekið saman allt það sem talið er nauðsynlegt að hafa í viðlagakassa. Þar er einnig bent á síðu á vef almannavarna þar sem hægt er að kynna sér enn betur hvað er gott að eiga. Rauði krossinn Búnaður í neyðarkassa getur verið: Vel útbúinn sjúkrakassi og skrá yfir lyf heimilismanna, vasaljós og útvarp með rafhlöðu (eða sjálfhlaðandi), bæklingur um skyndihjálp, auka rafhlaða/hleðsla fyrir farsíma, hleðslutæki sem hægt er að nota í bifreið, minnislykill með mikilvægum skjölum og ljósmyndum (hafa afrit á netinu t.d. í skýi), flauta, upptakari, þurrmatur (pasta, súpur, kex), niðursuðuvara, vatn, eldhúsrúllur, rykgrímur, eldspýtur, kerti, stór plastpoki, eitthvað reiðufé, auka bíllyklar, húslyklar, föt, svo og ýmsar sérþarfir fjölskyldumeðlima t.d. fyrir börn og gæludýr. Athugið að útbúa neyðarkassa eftir þörfum heimilismanna. Einnig er mikilvægt að hafa útprentaða skrá yfir helstu símanúmer fjölskyldu og stofnana í sveitarfélaginu, lyfjaskrá auk þess sem upplagt er að setja í viðbragðsáætlun fjölskyldunnar/vinnustaðarins í öryggis- og neyðarkassanum. Góð verkfæri eru einnig nauðsynleg í slíkum kassa (hamar, kúbein, skófla) svo og límbandsrúlla. Venjulegur útilegubúnaður getur komið sér vel þegar yfirgefa þarf heimilið, oft í flýti vegna hamfara, og auðvelt að grípa með s.s svefnpokar, teppi, hlý föt (ullarnærföt) og góðir skór, vatnsflöskur, snyrtidót, niðursoðinn/þurrmatur, pakkamatur, kveikjari, upptakari, ásamt pottum og prímusum. Einnig spil, púsl og önnur afþreying, sérstaklega fyrir börnin. Minni útgáfu af slíkum neyðarkassa má geyma í bifreið og hafa í honum teppi, vatn, orkustykki með geymsluþol, sjúkrakassa með sætisbeltaklippum, litla skóflu, vasaljós, flautu, eldspýtur og kerti í áldós. Einnig er ráðlagt að hafa slökkvitæki, kaðal, frostlög og startkapla. Bítið Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Tengdar fréttir Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. 27. ágúst 2024 12:58 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Þetta sagði Jóhann Friðrik í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar voru ræddar fréttir frá Danmörku um að Danir væru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Kom þar fram að um fjórar og hálf milljón Dana sem hafi náð átján ára aldri muni fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. „Nú hefur ekki verið gefin út nein tilskipun þessa efnis – svo ég viti – fyrir íslenskt samfélag, en ég verð að segja sjálfur að mér finnnst margt mjög lógískt á þessum lista. Að sýna einhverja fyrirhyggju,“ segir Jóhann Friðrik. Mælt með ýmsum búnaði Sérstöku krísuráði Neyðar- og almannavarnastofunar danska ríkisins var í sumar falið að útbúa ráðleggingar til borgara um hvernig sé best að búa sig undir mögulegt neyðarástand, hvort sem það sé af völdum veður- eða náttúruhamfara, stríðs, netárása, fjölþáttaógna eða annars sem kynni að skapa neyðarástand í landinu. Á listanum segir að mælt sé með því að vera með sjúkrakassa og joðtöflur fyrir fólk undir fjörutíu ára að aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti. Einnig er mælt með hreinlætisvörum, hitagjafa, hleðslubanka, rafhlöðum, vasaljós, greiðslukort og eftir atvikum reiðufé í mynt og seðlum og svo aðgang að útvarpi sem gengur fyrir rafhlöðum. Ekkert sérstaklega vel undirbúin Jóhann Friðrik segir þetta alls ekki vera neitt óskynsamlegt þó að ekki sé búið að hækka almannavarnastig í Danmörku. „Við erum með það hér að ef eitthvert slíkt kemur til þá auðvitað koma stjórnvöld til með að gefa út slíkar upplýsingar til almennings.“ Þannig að þér fyndist skynsamlegt að við sem höfum náð átján ára aldri fengjum svona bréf inn um lúguna, þó að ekki sé nein sérstök yfirvofandi ógn? „Nú hefur þetta ekki sérstaklega verið rætt í þjóðaröryggisráði og kann að vera að svipuð verkefni komi á okkar fjörur. Ég held bara að umræðan um þjóðaröryggi og öryggi almennt, hún kemur upp þegar eitthvað er í gangi og þá oft rekumst við á það að við séum ekkert sérstaklega vel undirbúin. Ég held að staðan sé þannig á Íslandi eins og í nágrannalöndunum líka. Við höfum í þjóðaröryggisráði, til að mynda, verið að taka saman upplýsingar og hafa verið gerðar skýrslur hér á landi um neyðarbirgðir. Í skýrslu frá 2020 kemur fram að heimilin í landinu eru ekki sérstaklega vel stödd hvað neyðarbirgðir varðar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða. Við getum því alveg tekið þetta til okkar. Þó að ekki sé búið að fara sérstaklega yfir þetta á okkar vettvangi þá finnst mér þetta að mörgu leyti lógískt.“ Hlusta má á viðtalið við Jóhann Friðrik í heild sinni í spilaranum að neðan. 3dagar – verkefni Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi hefur um nokkurt skeið starfrækt verkefnið 3dagar þar sem heimili á landinu er hvött til að koma sér upp birgðum þannig að það geti verið sjálfu sér nægt í þrjá daga ef hamfarir og neyðarástand myndi dynja yfir. Þar hefur einnig verið tekið saman allt það sem talið er nauðsynlegt að hafa í viðlagakassa. Þar er einnig bent á síðu á vef almannavarna þar sem hægt er að kynna sér enn betur hvað er gott að eiga. Rauði krossinn Búnaður í neyðarkassa getur verið: Vel útbúinn sjúkrakassi og skrá yfir lyf heimilismanna, vasaljós og útvarp með rafhlöðu (eða sjálfhlaðandi), bæklingur um skyndihjálp, auka rafhlaða/hleðsla fyrir farsíma, hleðslutæki sem hægt er að nota í bifreið, minnislykill með mikilvægum skjölum og ljósmyndum (hafa afrit á netinu t.d. í skýi), flauta, upptakari, þurrmatur (pasta, súpur, kex), niðursuðuvara, vatn, eldhúsrúllur, rykgrímur, eldspýtur, kerti, stór plastpoki, eitthvað reiðufé, auka bíllyklar, húslyklar, föt, svo og ýmsar sérþarfir fjölskyldumeðlima t.d. fyrir börn og gæludýr. Athugið að útbúa neyðarkassa eftir þörfum heimilismanna. Einnig er mikilvægt að hafa útprentaða skrá yfir helstu símanúmer fjölskyldu og stofnana í sveitarfélaginu, lyfjaskrá auk þess sem upplagt er að setja í viðbragðsáætlun fjölskyldunnar/vinnustaðarins í öryggis- og neyðarkassanum. Góð verkfæri eru einnig nauðsynleg í slíkum kassa (hamar, kúbein, skófla) svo og límbandsrúlla. Venjulegur útilegubúnaður getur komið sér vel þegar yfirgefa þarf heimilið, oft í flýti vegna hamfara, og auðvelt að grípa með s.s svefnpokar, teppi, hlý föt (ullarnærföt) og góðir skór, vatnsflöskur, snyrtidót, niðursoðinn/þurrmatur, pakkamatur, kveikjari, upptakari, ásamt pottum og prímusum. Einnig spil, púsl og önnur afþreying, sérstaklega fyrir börnin. Minni útgáfu af slíkum neyðarkassa má geyma í bifreið og hafa í honum teppi, vatn, orkustykki með geymsluþol, sjúkrakassa með sætisbeltaklippum, litla skóflu, vasaljós, flautu, eldspýtur og kerti í áldós. Einnig er ráðlagt að hafa slökkvitæki, kaðal, frostlög og startkapla.
Búnaður í neyðarkassa getur verið: Vel útbúinn sjúkrakassi og skrá yfir lyf heimilismanna, vasaljós og útvarp með rafhlöðu (eða sjálfhlaðandi), bæklingur um skyndihjálp, auka rafhlaða/hleðsla fyrir farsíma, hleðslutæki sem hægt er að nota í bifreið, minnislykill með mikilvægum skjölum og ljósmyndum (hafa afrit á netinu t.d. í skýi), flauta, upptakari, þurrmatur (pasta, súpur, kex), niðursuðuvara, vatn, eldhúsrúllur, rykgrímur, eldspýtur, kerti, stór plastpoki, eitthvað reiðufé, auka bíllyklar, húslyklar, föt, svo og ýmsar sérþarfir fjölskyldumeðlima t.d. fyrir börn og gæludýr. Athugið að útbúa neyðarkassa eftir þörfum heimilismanna. Einnig er mikilvægt að hafa útprentaða skrá yfir helstu símanúmer fjölskyldu og stofnana í sveitarfélaginu, lyfjaskrá auk þess sem upplagt er að setja í viðbragðsáætlun fjölskyldunnar/vinnustaðarins í öryggis- og neyðarkassanum. Góð verkfæri eru einnig nauðsynleg í slíkum kassa (hamar, kúbein, skófla) svo og límbandsrúlla. Venjulegur útilegubúnaður getur komið sér vel þegar yfirgefa þarf heimilið, oft í flýti vegna hamfara, og auðvelt að grípa með s.s svefnpokar, teppi, hlý föt (ullarnærföt) og góðir skór, vatnsflöskur, snyrtidót, niðursoðinn/þurrmatur, pakkamatur, kveikjari, upptakari, ásamt pottum og prímusum. Einnig spil, púsl og önnur afþreying, sérstaklega fyrir börnin. Minni útgáfu af slíkum neyðarkassa má geyma í bifreið og hafa í honum teppi, vatn, orkustykki með geymsluþol, sjúkrakassa með sætisbeltaklippum, litla skóflu, vasaljós, flautu, eldspýtur og kerti í áldós. Einnig er ráðlagt að hafa slökkvitæki, kaðal, frostlög og startkapla.
Bítið Öryggis- og varnarmál Almannavarnir Tengdar fréttir Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. 27. ágúst 2024 12:58 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Danir hvattir til að eiga neyðarvistir, mat og lyf til þriggja daga Danir eru hvattir til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Um fjórar og hálf milljón Dana sem hafa náð átján ára aldri fá bréf frá stjórnvöldum þess efnis á næstu vikum. 27. ágúst 2024 12:58