„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 11:44 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og liggur enn á spítala. Enn stendur til að vísa honum úr landi, nokkuð sem ofbýður mótmælendum sem fjölmenntu á Austurvöll í gær. Vísir/Arnar Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir. Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka skrýtið bragð af neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir.
Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka skrýtið bragð af neysluvatni í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Sjá meira
Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11