Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 11:59 Ástandið á hjúkrunarheimilum er ósjálfbært að sögn formanns Eflingar vegna mönnunarvanda. Álag og streita starfsfólk aukist sífellt sem aftur leiði til veikinda og kulnunar. vísir/vilhelm Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig. Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira