Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2024 19:21 Það lá vel á Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra þegar skrifað var undir samning um húsnæði fyrir nýtt bókasafn í hjarta Hafnarfjarðar. Vísir/HMP Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans. Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira