Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Lovísa Arnardóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Gosmóðan er sýnileg á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að gosmóðan sé sýnileg í nokkru magni á suðvesturhluta landsins og að hún mælist mest í Vogum og í Hveragerði og Selfossi. Í morgun mældust samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlits hækkuð gildi af fínna svifryki og einnig hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs sem berst frá eldgosinu. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum og ættu einnig að takmarka áreynslu utandyra. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í SO4 (súlfat) og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gosmóða eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun • Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. • Hækkaðu hitastigið í húsinu. • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa að völdum loftmengunar á síðu landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar, https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/en taka skal fram að hún tekur ekki til gosmóðu heldur aðeins beina mengun frá gosinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Loftgæði Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að gosmóðan sé sýnileg í nokkru magni á suðvesturhluta landsins og að hún mælist mest í Vogum og í Hveragerði og Selfossi. Í morgun mældust samkvæmt tilkynningu heilbrigðiseftirlits hækkuð gildi af fínna svifryki og einnig hækkuð gildi brennisteinsdíoxíðs sem berst frá eldgosinu. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum og ættu einnig að takmarka áreynslu utandyra. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í SO4 (súlfat) og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gosmóða eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun • Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. • Hækkaðu hitastigið í húsinu. • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa að völdum loftmengunar á síðu landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, www.loftgaedi.is, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar, https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/en taka skal fram að hún tekur ekki til gosmóðu heldur aðeins beina mengun frá gosinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Loftgæði Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira