Breyttar aðstæður frá því að AGS sagði aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði að aðhald í opinberum rekstri væri hæfilegt var það byggt á gögnum sem sýndu fram á að hagkerfið væri kaldara en síðar hefur komið í ljós. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að í ljósi upplýsinga um meiri þrótt í hagkerfinu og þrálátari verðbólgu en fyrirséð var í vor þegar álitið var gert, þá kalli það á meira aðhald í ríkisfjármálum. Endurskoða þurfi mat á hvað sé hæfilegt aðhald hjá ríkissjóði.