„Bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:01 Hafþór Júlíus Björnsson á enn heimsmetið í réttstöðulyftu sem hann setti fyrir fjórum árum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson er þess fullviss að hann muni bæta heimsmetið í réttstöðulyftu, heimsmet sem hann á sjálfur en telur að aðrir gæti verið nú svolítið sólgnir í. Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða