Hefur lent á veggjum vegna kyns síns Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 2. september 2024 07:01 Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram. Vísir/Sigurjón Rakel Dögg Bragadóttir verður ein þriggja kvenkyns aðalþjálfara í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Hún fagnar fjölgun kvenna í stéttinni en segist hafa lent á veggjum vegna kyns síns. Rakel Dögg var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar sem var aðalþjálfari Fram í fyrra en tók við stöðu hans í sumar. Það er verkefni sem hún er spennt fyrir. „Ég tók auðvitað vel í það enda samþykkti ég það. Þetta er flottur klúbbur og hrikalega flottur hópur. Það er kannski aðallega það að hópurinn gerir það að verkum að maður hlakkar til að mæta á æfingar að þjálfa. Það var ekki erfið ákvörðun, þetta er mjög spennandi allt saman,“ sagði Rakel Dögg í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. Karlar hafa að stóru leyti mannað aðalþjálfarastöður í deildinni undanfarin. Því er gjarnan velt upp hvers vegna konur vilji síður sækja í þessi störf. Rakel segir þróunina þó vera á réttri leið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það að það er að fjölga. Auðvitað er þetta ekki neitt öðruvísi, konur eru jafn færar að þjálfa. Það er einhvern veginn þessi menning, einhvers konar venja og við erum hægt og rólega að breyta því. Vonandi heldur þessi þróun áfram.“ Hefur þú lent á einhverjum veggjum í þessu starfi? „Já já, að sjálfsögðu. Ég held að flestir geti talið eitthvað fram. Það er bara þannig og einhver partur af þessu. Einhvers staðar þurfum við að brjóta veggi og þurfum allar að gera það.“ „Það er einhvern veginn ekki eitthvað eitt sem maður getur bent á. Þetta er karllægt umhverfi og oft talað um að þetta sé ekki fjölskylduvænt. Karlmennirnir eiga líka fjölskyldur þannig að þetta er jafn ófjölskylduvænt fyrir þá. Við þurfum bara breytingar held ég í viðhorfi, bæði almennu viðhorfi til kvenþjálfara og líka hjá kvenmönnum í þessari stétt.“ Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Sjá meira
Rakel Dögg var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar sem var aðalþjálfari Fram í fyrra en tók við stöðu hans í sumar. Það er verkefni sem hún er spennt fyrir. „Ég tók auðvitað vel í það enda samþykkti ég það. Þetta er flottur klúbbur og hrikalega flottur hópur. Það er kannski aðallega það að hópurinn gerir það að verkum að maður hlakkar til að mæta á æfingar að þjálfa. Það var ekki erfið ákvörðun, þetta er mjög spennandi allt saman,“ sagði Rakel Dögg í samtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. Karlar hafa að stóru leyti mannað aðalþjálfarastöður í deildinni undanfarin. Því er gjarnan velt upp hvers vegna konur vilji síður sækja í þessi störf. Rakel segir þróunina þó vera á réttri leið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá það að það er að fjölga. Auðvitað er þetta ekki neitt öðruvísi, konur eru jafn færar að þjálfa. Það er einhvern veginn þessi menning, einhvers konar venja og við erum hægt og rólega að breyta því. Vonandi heldur þessi þróun áfram.“ Hefur þú lent á einhverjum veggjum í þessu starfi? „Já já, að sjálfsögðu. Ég held að flestir geti talið eitthvað fram. Það er bara þannig og einhver partur af þessu. Einhvers staðar þurfum við að brjóta veggi og þurfum allar að gera það.“ „Það er einhvern veginn ekki eitthvað eitt sem maður getur bent á. Þetta er karllægt umhverfi og oft talað um að þetta sé ekki fjölskylduvænt. Karlmennirnir eiga líka fjölskyldur þannig að þetta er jafn ófjölskylduvænt fyrir þá. Við þurfum bara breytingar held ég í viðhorfi, bæði almennu viðhorfi til kvenþjálfara og líka hjá kvenmönnum í þessari stétt.“
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita