Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2024 23:00 Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri: „Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins.“ Egill Aðalsteinsson Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44