Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu. Hann sagði þegar slökkvilið var á leið á vettvang að ekki væri talið að eldurinn væri mikill og að slökkvilið hafi aðeins verið sent frá slökkviliðsstöðinni í Hafnarfirði.
Dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á vettvang.
Ekki liggur fyrir að svö stöddu í hvaða verslunarbili Litlatúns eldurinn kviknaði en þar er meðal annars að finna verslun Hagkaupa og útibú veitingastaðanna Yuzu og Pizzunnar.
Slökkvilið kom og fór fljótt
Uppfært klukkan 11:33: Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, forstjóra fasteignafélagsins Heima, sem á Litlatún, er slökkvilið farið af vettvangi eftir að hafa stoppað stutt.
Um hafi verið ræða minniháttar eld sem kviknaði út frá rafmagni sem slökkt hafi verið í og ekki sé nein þörf á að reykræsta.
Áttu mynd af vettvangi? Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.