Handbært fé þúsundfaldaðist milli ára Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 16:21 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna. Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi FnF ehf. fyrir árið 2023. Nafnið FnF vísar til nafna Guðmundar Fertrams og eiginkonu hans Fanneyjar K. Hermannsdóttur. FnF hélt utan um eignarhluti Guðmundar Fertrams í Kerecis hf. og BBL 34 ehf., sem fór með hluti í Kerecis. Í ársreikningum segir að félagið hafi árið 2023 selt allan eignarhlut sinn í Kerecis hf. fyrir 9.113 milljónir króna og eignarhlut sinn í BBL 34 ehf. fyrir 5.607 milljónir króna. Ítarlega hefur verið greint frá sölunni á ísfirska undrinu Kerecis til danska lækningavörurisans Coloplast fyrir 176 milljarða króna. Félag Guðmundar Fertrams hagnaðist vel á sölunni, enda er hann stofnandi og forstjóri félagsins. Alls hagnaðist félagið um 14.689.186.638 krónur í fyrra en stjórn félagsins lagði þó til að enginn arður yrði greiddur út til hluthafans. Ísafjarðarbær Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa. 29. ágúst 2024 11:32 Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. 7. júlí 2024 22:01 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi FnF ehf. fyrir árið 2023. Nafnið FnF vísar til nafna Guðmundar Fertrams og eiginkonu hans Fanneyjar K. Hermannsdóttur. FnF hélt utan um eignarhluti Guðmundar Fertrams í Kerecis hf. og BBL 34 ehf., sem fór með hluti í Kerecis. Í ársreikningum segir að félagið hafi árið 2023 selt allan eignarhlut sinn í Kerecis hf. fyrir 9.113 milljónir króna og eignarhlut sinn í BBL 34 ehf. fyrir 5.607 milljónir króna. Ítarlega hefur verið greint frá sölunni á ísfirska undrinu Kerecis til danska lækningavörurisans Coloplast fyrir 176 milljarða króna. Félag Guðmundar Fertrams hagnaðist vel á sölunni, enda er hann stofnandi og forstjóri félagsins. Alls hagnaðist félagið um 14.689.186.638 krónur í fyrra en stjórn félagsins lagði þó til að enginn arður yrði greiddur út til hluthafans.
Ísafjarðarbær Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa. 29. ágúst 2024 11:32 Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. 7. júlí 2024 22:01 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa. 29. ágúst 2024 11:32
Sáraroðið frá Ísafirði notað til bjargar brenndum börnum í Afganistan Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. 7. júlí 2024 22:01