Elsti karlmaður landsins fallinn frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 16:33 Karl Sigurðsson. Vísir/Magnús Hlynur Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans. Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans.
Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira